Byko býður öllum frítt í Kia-Votmúlahringinn

Ljósmynd/Mummi Lú

Kia Gullhringurinn, stærsta götuhjólamót landsins, fer fram á Selfossi á laugardaginn. Keppnin byrjar og endar í miðbæ Selfoss og hjólaðar eru flatar og þægilegar keppnisbrautir um Flóann í gegnum Stokkseyri og Eyrarbakka. Skráning í keppnina er ennþá opin á vikingamot.is.

Á sunnudagsmorgun kl. 11:00 er svo fjölskyldu KIA hringurinn, sem er kallaður Votmúlahringurinn. Sá hringur byrjar og endar við Byko á Selfossi og í ár ætlar Byko að bjóða öllum sem vilja hjóla með frítt. Hjólaðir eru 12 kílómetrar og svo enda allir í grillpartýi við Byko, þar sem verður tónlist í boði Byko í tilefni af 60 ára afmæli fyrirtækisins.

Þannig ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi í KIA Gullhringnum í ár, veðurspáin segir að loksins sé komið sumar og líklegt að það verði líf og fjör á Selfossi um helgina.

Skráning í allar vegalengdir á www.vikingamot.is.

Fyrri greinSegir meirihlutann byggja væntingar um skýjaborgir
Næsta greinAlvarlegt slys við Eystri-Rangá