Butler með stórleik gegn Fjölni

Hamarskonur eru taplausar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir að hafa lagt Fjölni í dag á útivelli, 73-81.

Hamar tók leikinn strax í sínar hendur og leiddi eftir 1. leikhluta, 14-34. Þá kom slakur kafli þar sem Hamar skoraði aðeins 9 stig á meðan Fjölniskonur röðuðu inn þristum og minnkuðu muninn í 36-43 fyrir leikhlé.

Hamar hafði undirtökin í síðari hálfleik en Fjölnir náði að minnka forskotið niður í 4 stig á lokakaflanum, 66-70. Þá tóku Hamarskonur aftur við sér og kláruðu leikinn undir forystu Jaleesa Butler.

Butler skoraði 34 stig í leiknum og tók 17 fráköst. Kristrún Sigurjónsdóttir skoraði 16 stig og Slavica Dimovska 12.

Hjá Fjölni var Margareth McCloskey stigahæst með 30 stig.