Knattspyrnudeild Selfoss hefur gengið frá samningi við bandaríska miðjumanninn Abbey Burdette. Abbey er 23 ára og kemur beint úr háskólaboltanum, þar sem hún var lykilmaður í liði Tennessee háskóla.
„Við erum að vonast eftir því að Abbey geti hjálpað okkur að binda saman miðjuna og gefið okkur aukin þunga í sóknina,” segir Björn Sigurbjörnsson, þjálfari meistaraflokks kvenna, en Burdette var í leikmannavalinu fyrir bandarísku atvinnudeildina fyrr á árinu.
Nú er hlé á Bestu deildinni vegna Evrópumóts U19 sem hófst í gær. Næsti leikur Selfoss er laugardaginn 29. júlí á JÁVERK-vellinum gegn Keflavík.