Búi Steinn og Ragnheiður ráðandi öfl á fjallinu

Efstu keppendur í 161 km hlaupinu í kvennaflokki, þær Ragnheiður og Mari, ásamt Einari Bárðarsyni, framkvæmdastjóra hlaupsins. Ljósmynd/Mummi Lú

Búi Steinn Kárason var fyrstur í mark í 161 km Salomon Hengill Ultra Trail hlaupinu á tímanum 23:50:40 klst. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir sigraði í kvennaflokki á tímanum 26:17:18 klst.

Hlaupið var ræst klukkan 14:00 á föstudag og gekk framkvæmd þess vel þrátt fyrir veður, en þoka og rigning þyngdu verkefnið fyrir langhlauparana. Bæði Búi og Ragnheiður, sigruðu 106 km hlaupið árið 2019 og eru því bæði þrælvön og ráðandi öfl á fjallinu.

Efstu keppendur i öllum flokkum voru eftirfarandi:

Efstu keppendur í 161 km – karlar 
1. Búi Steinn Kárason
2. Jósep Magnússon
3. Adam Komorowski og Stanislaw Bukowski
Efstu keppendur í 161 km – konur  
1. Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir
2. Mari Jaersk

Efstu keppendur í 106 km – karlar 
1. Árni Már Sturluson
2. Haukur Lúðvíksson
3. Kjartan Rúnarsson
Efstu keppendur í 106 km – konur 
1. Anna Halldóra Ágústsdóttir
2. Edda Laufey Laxdal
3. Eygló Traustadóttir

Efstu keppendur í 53 km – karlar
1. Þorbergur Ingi Jónsson
2. Maxime Sauvageon
3. Örvar Steingrímsson
Efstu keppendur í 53 km – konur
1. Anna Berglind Pálmadóttir
2. Sigríður Rúna Þóroddsdóttir
3. Hulda Elma Eysteinsdóttir

Efstu keppendur í 26 km – karlar 
1. Snorri Einarsson
2. Þórólfur Ingi Þórsson
3. Halldór Hermann Jónsson
Efstu keppendur í 26 km – konur 
1. Andrea Kolbeinsdóttir
2. Rannveig Oddsdóttir
3. Íris Anna Súladóttir

Efstu keppendur í 10 km – karlar 
1. Arkadiusz Dorszyk
2. Sveinn Skúli Jónsson
3. Ingi Hlynur Jónsson
Efstu keppendur í 10 km – konur 
1. Tinna Óðinsdóttir
2. Silja Ísberg
3. Harpa Víðisdóttir

Salomon Hengill Ultra Trail er stærsta utanvegahlaup Íslands, enda er um að ræða eina fallegustu hlaupaleið landsins. Rúmlega 1.300 keppendur voru skráðir sig til leiks samtals, í allar vegalengdir keppninnar um helgina. Hengill Ultra var fyrst hlaupið árið 2012 þannig að þetta er í tíunda sinn sem hlaupið fer fram. Í ár bættist enn ein vegalengdin í hlaupið en það er svokallað 100 mílna hlaup, sem er eins nafnið gefur til kynna 161 kílómetrar.

Efstu keppendur í kvennaflokki. Ljósmynd/Mummi Lú
Efstu keppendur í karlaflokki. Ljósmynd/Mummi Lú
Fyrri greinDagskrá sjómannadagsins á Eyrarbakka
Næsta greinHamri tókst ekki að skora