Búi Steinn og Ragnheiður fyrst í 100 km hlaupinu

Keppendur í 100 km hlaupinu 2019 leggja í hann. Ljósmynd/Magnús Stefán Sigurðsson

Það voru hlaupafólkið Búi Steinn Kárason og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir sem sigruðu í utanvegahlaupinu Hengill Ultra Trail 2019 sem fram fór á laugardag og sunnudag í Hveragerði og Henglinum.

Búi Steinn kláraði 100 kílómetranna á 15:00:28 klst og Ragnheiður á 15:25:32 klst.

Hlaupið átti að hefjast á föstudagskvöld en því var frestað um sólarhrings vegna mikillar úrkomu og vinds á keppnissvæðinu en skipuleggjendur töldu sig ekki geta tryggt öryggi keppenda við þær aðstæður.

Metþátttaka var í öllum vegalendgum í hlaupinu en keppendur frá átján þjóðlöndum voru skráðir til leiks. Hengill Ultra er lengsta utanvega hlaup á Íslandi en býður þó uppá sex mismunandi keppnisleiðir og möguleika.

Fyrri greinSöngur og sagnir á Suðurlandi
Næsta greinÓli með met í stöng