Buðu Blikum í markasúpu

Selfosskonur steinlágu þegar þær heimsóttu Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur á Kópavogsvelli voru 7-1.

Selfyssingar byrjuðu þó betur og strax á 5. mínútu kom Valorie O’Brien Selfossi yfir með góðu marki. Blikar jöfnuðu sjö mínútum síðar og eftir það varð leikurinn að einstefnu að marki Selfossi. Staðan var 4-1 í leikhléinu en Blikar bættu þremur mörkum við í seinni hálfleik.

Eftir fjórar umferðir er Selfoss í 8. sæti Pepsi-deildarinnar með fjögur stig og tekur næst á móti Aftureldingu í mikilvægum leik á mánudagskvöld.