Brynjar valinn í U15 landsliðið

Brynjar Óðinn Atlason. Ljósmynd/Hamar

Brynjar Óðinn Atlason, leikmaður Hamars, hefur verið valinn í leikmannahóp U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem tekur þátt í móti í Póllandi í byrjun október.

Brynjar, sem er 14 ára gamall, er leikmaður í hinum efnilega 3. flokki Hamars, sem stóð sig virkilega vel á Íslandsmótinu í sumar. Þrátt fyrir ungan aldur lék Brynjar einnig fimm leiki með meistaraflokki Hamars í 4. deildinni í sumar og stóð sig þar með prýði.

Mótið í Póllandi er UEFA Development mót sem haldið verður dagana 1.-7. október.

Fyrri greinKlúbbur matreiðslumeistara stofnar Suðurlandsdeild
Næsta greinVel heppnað héraðsmót í golfi fatlaðra