Brynja Valgeirs í Hamar

Brynja Valgeirsdóttir hreinsar frá marki Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Varnarmaðurinn öflugi, Brynja Valgeirsdóttir, er gengin í raðir 2. deildarliðs Hamars frá úrvalsdeildarliði Selfoss.

Brynja, sem er 27 ára miðvörður, er sannarlega fengur fyrir Hamarsliðið en hún hefur spilað 105 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss, þar af 50 í efstu deild. Hún átti við meiðsli að stríða á síðustu leiktíð og lék aðeins tvo leiki fyrir Selfoss það sumarið.

Keppnistímabilið hjá Hamri hefst þann 6. mars þegar liðið mætir KH á útivelli í 1. umferð deildarbikarsins.

Fyrri greinÍBU fær góðan liðsstyrk
Næsta greinGummi Sig rífur hús í Hveragerði