Brynja og Árni Sigfús sigruðu í parafiminni

Árni Sigfús Birgisson og Brynja Amble Gísladóttir úr liði Byko sigruðu Parafimi í Suðurlandsdeildinni 2020. Með þeim á mynd eru (f.v.) Alma Gulla Matthíasdóttir stjórnarmaður í Suðurlandsdeildinni, Gunnar Bjarki Rúnarsson verlsunarstjóri Byko á Selfossi og Eiríkur Vilhelm Sigurðarson mótsstjóri Suðurlandsdeildarinnar. Ljósmynd/Aðsend

Fyrsta keppni í Suðurlandsdeildinni fór fram í gærkvöldi í Rangárhöllinni, þar sem keppt var í parafimi.

Það voru þau Brynja Amble Gísladóttir og Árni Sigfús Birgisson úr liði BYKO sem sigruðu en þau sýndu glæsilega sýningu bæði í forkeppni og úrslitum.

Eftir fyrstu keppnina er staðan í liðakeppninni þannig að Húsasmiðjan hefur 90 stig en pör frá Húsasmiðjunni lentu í 2. og 3. sæti í gærkvöldi. BYKO er í 2. sæti með 79 stig og Fet/Kvistir eru í 3. sæti með 70 stig. Alls taka tólf lið þátt í liðakeppninni.

Keppnin gekk frábærlega og voru sýningarnar hverri annari glæsilegri. Byko gaf glæsileg verðlaun í úrslitum og var með vörukynningu í anddyri Rangárhallarinnar.

Næsta keppni er fjórgangur og fer hann fram þriðjudaginn 18. febrúar í Rangárhöllinni.

Úrslit
1 Brynja Amble Gísladóttir – Goði frá Ketilsstöðum / Árni Sigfús Birgisson – Klassík frá Skíðbakka I Byko 7,55 6,75 7,55 7,28
2 Davíð Jónsson – Saga frá Blönduósi / Katrín Sigurðardóttir – Ólína frá Skeiðvöllum Húsasmiðjan 7,05 7 7,4 7,15
3 Ólafur Þórisson – Enja frá Miðkoti / Sarah Maagaard Nielsen – Sóldís frá Miðkoti Húsasmiðjan 6,9 6,55 7,6 7,02
4 Sigvaldi Lárus Guðmundsson – Lottó frá Kvistum / Brynjar Nói Sighvatsson – Prýði frá Vík í Mýrdal Fet / Kvistir 7,1 6,45 7,25 6,93
5 Guðmundur Björgvinsson – Sölvi frá Auðsholtshjáleigu / Johannes Amplatz – Brana frá Feti Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær 6,5 6,85 7,25 6,87
6 Hjörvar Ágústsson – Hrafnfinnur frá Sörlatungu / Trausti Óskarsson – Hrymur frá Strandarhöfði Tøltrider 6,45 6,3 7,1 6,62
Forkeppni
1 Brynja Amble Gísladóttir – Goði frá Ketilsstöðum / Árni Sigfús Birgisson – Klassík frá Skíðbakka I Byko 7,3 6,75 7,35 7,13
2 Guðmundur Björgvinsson – Sölvi frá Auðsholtshjáleigu / Johannes Amplatz – Brana frá Feti Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær 6,6 7,2 7,05 6,95
3 Davíð Jónsson – Saga frá Blönduósi / Katrín Sigurðardóttir – Ólína frá Skeiðvöllum Húsasmiðjan 6,8 6,7 7,25 6,92
4 Sigvaldi Lárus Guðmundsson – Lottó frá Kvistum / Brynjar Nói Sighvatsson – Prýði frá Vík í Mýrdal Fet / Kvistir 6,95 6,5 7,05 6,83
5 Ólafur Þórisson – Enja frá Miðkoti / Sarah Maagaard Nielsen – Sóldís frá Miðkoti Húsasmiðjan 6,75 6,25 7,5 6,83
6 Hjörvar Ágústsson – Hrafnfinnur frá Sörlatungu / Trausti Óskarsson – Hrymur frá Strandarhöfði Tøltrider 6,6 6,45 7,15 6,73
7 Lea Schell – Tinna frá Lækjarbakka / Karen Konráðsdóttir – Lind frá Hárlaugsstöðum 2 Krappi 6,55 6,15 7,4 6,70
8 Stella Sólveig Pálmarsdóttir – Dökkvi frá Strandarhöfði / Eyjalín Harpa Eyjólfsdóttir – Trú frá Ási Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð 7,05 5,9 6,95 6,63
9 Elin Holst – Spurning frá Syðri-Gegnishólum / Sævar Örn Sigurvinsson – Huld frá Arabæ Byko 6,7 6,15 6,95 6,60
10 Klara Sveinbjörnsdóttir – Draumhyggja frá Eystra-Fróðholti / Elín Magnea Björnsdóttir – Melódía frá Hjarðarholti Heklu hnakkar 6,9 6,1 6,8 6,60
11 Bylgja Gauksdóttir – Dröfn frá Feti / Renate Hannemann – Spes frá Herríðarhóli Fet / Kvistir 6,5 6 7 6,50
12 Eygló Arna Guðnadóttir – Heppni frá Þúfu í Landeyjum / Theodóra Jóna Guðnadóttir – Gerpla frá Þúfu í Landeyjum Tøltrider 6,65 6,5 6,3 6,48
13 Sara Sigurbjörnsdóttir – Flóki frá Oddhóli / Sanne Van Hezel – Völundur frá Skálakoti Hemla / Hrímnir / Strandarhöfuð 6,6 5,95 6,8 6,45
14 Kristín Lárusdóttir – Kúla frá Laugardælum / Guðbrandur Magnússon – Straumur frá Valþjófsstað 2 Equsana 6,35 6 6,9 6,42
15 Hulda Gústafsdóttir – Sesar frá Lönguskák / Jóhann G. Jóhannesson – Austri frá Svanavatni Heimahagi 6,5 6,2 6,5 6,40
16 Fríða Hansen – Vargur frá Leirubakka / Dagbjört Hjaltadóttir – Hekla frá Laugarbökkum Heklu hnakkar 6,65 5,7 6,65 6,33
17 Vilborg Smáradóttir – Dreyri frá Hjaltastöðum / Hlynur Guðmundsson – Tromma frá Höfn Equsana 6,4 5,8 6,7 6,30
18 Gústaf Ásgeir Hinriksson – Kría frá Kópavogi / Jóhann Ólafsson – Brenna frá Blönduósi Heimahagi 6,65 6 6,25 6,30
19 Arnhildur Helgadóttir – Gná frá Kílhrauni / Eva Dögg Pálsdóttir – Kopar frá Fákshólum Ásmúli 6,3 6,1 6,45 6,28
20 Lena Zielinski – Sigurrós frá Þjórsárbakka / Sara Pesenacker – Flygill frá Þúfu í Landeyjum Krappi 5,9 6,2 6,7 6,27
21 Agnes Hekla Árnadóttir – Askur frá Akranesi / Guðrún Sylvía Pétursdóttir – Gleði frá Steinnesi Fákasel 6,55 5,95 6,2 6,23
22 Eva Dyröy – Valkyrja frá Rauðalæk / Aasa Elisabeth Emelie Ljungberg – Skorri frá Skriðulandi Vöðlar / Snilldarverk / Sumarliðabær 6,7 5,75 5,9 6,12
23 Svanhvít Kristjánsdóttir – Ötull frá Halakoti / Dagmar Öder Einarsdóttir – Kolbakur frá Hólshúsum Fákasel 6,25 5,5 6,25 6,00
24 Þorbjörn Hreinn Matthíasson – Bjarnfinnur frá Áskoti / Páll Bergþór Guðmundsson – Karmur frá Kanastöðum Ásmúli 5,1 4,05 5,75 4,97
Lið Húsasmiðjunnar er efst í stigakeppninni. Ljósmynd/Aðsend
Fyrri greinGul viðvörun: Vatnavextir og krapaflóð
Næsta greinJötunn Vélar gjaldþrota