Bryndís Eva íþróttamaður Þjótanda 2023

Bryndís Eva Óskarsdóttir og Kolbrún Júlíusdóttir með viðurkenningar sínar á aðalfundinum. Ljósmynd/Þjótandi

Á aðalfundi Ungmennafélagsins Þjótanda í Flóahreppi, sem haldinn var í síðustu viku, var Bryndís Eva Óskarsdóttir í Dalbæ útnefnd íþróttamaður Þjótanda árið 2023 og Kolbrún Júlíusdóttir í Kolsholti var útnefnd félagi ársins.

Eftir að nýja frjálsíþróttaaðstaðan komst á laggirnar á Selfossi hefur Bryndís tekið skóna fram á ný og tekur nú þátt í æfingum með „fullorðinsfrjálsum“ á Selfossi. Í fyrra keppti húná Norðurlandameistaramóti öldunga í Laugardalshöll og náði þar frábærum árangri í flokki 35-39 ára. Hún varð Norðurlandameistari í þrístökki, langstökki, hástökki og 60 m grindahlaupi, og náði öðru sæti í kúluvarpi og 60 m hlaupi.

Félagi ársins, Kolbrún Júlíusdóttir, hefur tekið þátt í ungmennafélagsstarfi frá því hún flutti í Flóann fyrir rúmum 40 árum. Undanfarin ár hefur húnverið lykilstarfsmaður í Kökuskreytingakeppni Þjótanda á Fjöri í Flóa. Þá mætir hún alltaf í skötuveisluna á Þorláksmessu til að aðstoða og á víðavangshlaupið á sumardaginn fyrsta svo eitthvað sé nefnt. Kolbrún er einnig fulltrúi Þjótanda í Starfsíþróttanefnd HSK.

Fyrri grein„Ég er mjög stolt af þessu verki“
Næsta greinYfir 150 ný hraðhleðslustæði innan tveggja ára