Brúarhlaupinu aflýst

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Stjórn frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss hefur tekið ákvörðun um að aflýsa Brúarhlaupi Selfoss árið 2020 vegna heimsfaraldursins af völdum COVID-19.

Hlaupinu, sem átti að fara fram þann 8. ágúst síðastliðinn, var upphaflega frestað tímabundið en nú er ljóst að ekki verður af hlaupinu í ár.

Í tilkynningu frá frjálsíþróttadeildinni segir að þar á bæ sé mikil tilhlökkun fyrir því að taka á móti þátttakendum í Brúarhlaupinu árið 2021.