Brúarhlaupinu aflýst

Nú er ekki lengur hlaupið á brúnni, heldur undir brúna. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eftir vandlega skoðun og íhugun hefur verið ákveðið að fella niður Brúarhlaup Selfoss árið 2021.

„Við teljum að ekki sé ráðlegt að halda viðburði sem má sleppa og eru ekki lífsnauðsynlegir, eins og ástandið er í þjóðfélaginu vegna Covid-19. Við vonum að allir virði þessa ákvörðun okkar og vonandi getum við öll haldið og tekið þátt í Brúarhlaupinu á næsta ári,“ segir í tilkynningu frá frjálsíþróttadeild Selfoss.

Fyrri grein„Suðurlandið er mikil matarkista“
Næsta greinFyrsta skóflustungan að einum stærsta leikskóla landsins