Brúarhlaupið 2012 – Úrslit

Kári Steinn Karlsson, Breiðabliki, sigraði með yfirburðum í hálfmaraþoni í Brúarhlaupinu í gær. Kári Steinn hljóp á 1:12,42 klst og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn.

Ingvar Hjartarson úr Fjölni sigraði í 10 km hlaupi á 33:47 mín og í 5 km hlaupinu var Hlynur Andrésson fyrstur á 16:91 mín. Andrea Vigdís Victorsdóttir sigraði í 2,5 km hlaupi á 10:53 mín.

Auk hlaupagreinanna var boðið upp á 5 km hjólreiðar þar sem Geir Atli Zoëga kom fyrstur í mark á 9:10 mín.

Öll úrslit úr Brúarhlaupinu eru á Hlaup.is og eru tenglar á þau hér að neðan