Brúarhlaup og hjólreiðar í frábæru veðri

Hjólað framhjá Ölfusárbrú í morgun. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hið árlega Brúarhlaup á Selfossi fór fram í dag í frábæru veðri. Samhliða Brúarhlaupinu fór fram Meistaramót Íslands í 10 km götuhlaupi og þar tryggði þau Arnar Pétursson og Andrea Kolbeinsdóttir sér Íslandsmeistaratitlana.

Yfir 200 þátttakendur tóku þátt í Brúarhlaupinu og var keppt í 10 km og 5 km hlaupi, 3 km skemmtiskokki og 5 km skemmtihjólreiðum auk þess sem yngstu krakkarnir tóku þátt í 800 m Sprotahlaupi.

Úrslitin í vegalengdunum má sjá hér að neðan.

Arnar Pétursson hleypur í gegnum stuðhliðið sem Sverrir Hlöðversson setti upp í Suðurhólunum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Andrea Kolbeinsdóttir varð Íslandsmeistari kvenna í 10 km götuhlaupi. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

10 KM karla
1. Arnar Pétursson, Breiðablik – 33:25 mín
2. Bernd-Simon Schwarz – 36:13 mín
3. Bjarki Fannar Benediktsson, Hlaupahópur Sigga P. – 36:18 mín

10 KM kvenna
1. Andrea Kolbeinsdóttir, Fjallahlaupaþjálfun – 35:37 mín
2. Íris Dóra Snorradóttir, FH – 38:16 mín
3. Hulda Fanný Pálsdóttir, FH – 39:31 mín

5 KM karla
1. Fjölnir Brynjarsson – 16:22 mín
2. Kári Steinn Karlsson – 16:54 mín
3. Lucas Wong – 18:51 mín

5 KM kvenna
1. Lilja Kjartansdóttir, Ægir Gym – 20:51 mín
2. Bryndís María Jónsdóttir – 21:40 mín
3. Díana Gestsdóttir – 24:38 mín

3 KM karla
1. Andri Már Óskarsson, Selfoss – 12:10 mín
2. Björgvin Steinn Björnsson – 15:02 mín
3. Ingimundur Sigurmundsson – 15:19 mín

3 KM kvenna
1. Christin Walter – 15:01 mín
2. Guðrún Björg Úlfarsdóttir – 15:49 mín
3. Katrín Hulda Tómasdóttir, ÍR – 16:21 mín

5 KM hjólreiðar karla
1. Haraldur Ari Hjaltested – 11:02 mín
2. Þráinn Máni Gunnarsson – 11:03 mín
3. Benedikt Hrafn Guðmundsson – 11:06 mín

5 KM hjólreiðar kvenna
1. Anna Metta Óskarsdóttir, Selfoss – 11:08 mín
2. Ásta Kristín Ólafsdóttir – 11:56 mín
3. Hildur Eva Bragadóttir – 11:57 mín

Fyrri greinÞúsund stjörnur í Sigtúnsgarði
Næsta greinTveir garðar og tvö fyrirtæki verðlaunuð