Bronsverðlaunahafi af Ólympíuleikunum stöðvaði Valgerði

Valgerður E. Hjaltested. Ljósmynd/Hafdís Hafsteinsdóttir

Valgerður Hjaltested, Gnúpverji úr Boganum í Kópavogi, keppti um helgina á Veronicas Cup, heimslistamóti í bogfimi í Kamnik í Slóveníu. Hún endaði í 17. sæti og gekk nokkuð vel á mótinu.

Skor Valgerðar í undankeppni mótsins var ekki mjög spennandi en nægilegt til að vera í topp 104 og komast áfram inn í útsláttarkeppnina. Í 96-manna úrslitum sigraði hún Kasandra Berzan frá Modóvu 6-2 og í 48-manna úrslitum lagði hún hina ungversku Lili Örkényi 6-2 í mjög jöfnum leik.

Í 32-manna úrslitum mætti Valgerður svo Lucilla Boari frá Ítalíu og hafði sú ítalska 6-0 sigur. Boari var reyndar talin líklegri til afreka í viðureigninni en hún er bronsverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í Tókýó 2021 og er á leiðinni á Ólympíuleikana í París í sumar.

En heilt yfir flott heimslistamót hjá Valgerði og næsta mót hennar er Evrópubikarmótið sem haldið verður í Króatíu síðar í júní.

Valgerður á skotvellinum í Slóveníu. Ljósmynd/Hafdís Hafsteinsdóttir
Fyrri greinSumarlestur alla fimmtudaga í júní
Næsta greinÁfram gakk