Brockway og Guðmunda með mörkin

Kvennalið Selfoss lagði HK/Víking að velli í gærkvöldi í Lengjubikarnum í knattspyrnu, 2-0, á Selfossvelli.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Tiana Brockway kom Selfyssingum yfir á 37. mínútu leiksins og staðan var 1-0 í hálfleik.

Selfyssingar voru sterkari í seinni hálfleik og fengu nokkur góð færi en undir lok leiksins bætti Guðmunda B. Óladóttir öðru marki fyrir Selfoss sem þarna vann sinn fyrsta sigur í riðlinum.

Fyrri greinEggert ósáttur við bréfaskriftir
Næsta greinVelheppnuð Góugleði