Breyting á skráningu fyrir Íslandsmót

Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið 13.-16. júlí nk. á Brávöllum á Selfossi. Skráningarfyrirkomulagi fyrir mótið hefur verið breytt.

Breyting var gerð á lögum um Íslandsmót á síðasta þingi LH á þá leið að hestamannafélagið sem heldur mótið tekur við skráningu keppenda en ekki aðildarfélag eins og fram kom í síðustu frétt um mótið.

Skráning mun þess vegna fara fram í síma eða í Hliðskjálf, félagsheimili Sleipnis, dagana 5. til 7 júlí nk. milli kl. 18 og 21 alla dagana. Skráningargjöld greiðast við skráningu.

Keppendur eru beðnir um að fylgjast vel með á www.sleipnir.is þar sem allar frekari upplýsingar verða birtar ásamt drög að dagsrká.

Fyrri greinSveitaball með bar
Næsta greinÖnnur verðlaun Fjólu