Brenne til reynslu á Selfossi

1. deildarlið Selfoss í knattspyrnu fær á mánudaginn norska leikmanninn Endre Ove Brenne til reynslu.

Frá þessu er greint á stuðningsmannavef Selfyssinga.

Brenne er varnarmaður og afturliggjandi miðjumaður 187 cm á hæð og er fæddur 1988. Hann verður í viku hjá Selfyssingum fyrst um sinn og munu Logi Ólafsson, þjálfari og hans teymi taka ákvörðun varðandi leikmanninn í framhaldinu.

Brenne hefur m.a leikið með FF Lillehammer og Os Turn í norsku 2. deildinni.