Brenna Lovera áfram á Selfossi

Brenna Lovera. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Bandaríski sóknarmaðurinn Brenna Lovera hefur skrifað undir nýjan, tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Lovera, sem er 24 ára gömul, kom til liðs við Selfoss í vor frá Boavista í Portúgal. Hún hefur heldur betur slegið í gegn í Pepsi Max deildinni í sumar, er markahæst í deildinni með 13 mörk í 14 leikjum og var meðal annars valin besti leikmaður fyrsta þriðjungs Íslandsmótsins.

„Þetta er búið að vera gott tímabil. Selfoss er frábært félag með jafnvel enn betra samfélag á bakvið sig. Ég er mjög spennt fyrir því að framlengja samninginn minn á stað sem mér finnst vera eins og heimili að heiman. Ég get ekki beðið eftir því að byggja ofan á það sem við höfum gert á þessu tímabili,” segir Brenna Lovera í tilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinFiskur og fjallagrös
Næsta greinHlaup hafið í Skaftá