Það var mögnuð stemning í Hveragerði um síðustu helgi þegar utanvegahlaupið Hengill Ultra fór fram við frábærar aðstæður. Keppt var í fimm vegalengdum og náðust góðir tímar.
Felix Starker, Þjóðverji búsettur á Íslandi, kom fyrstur í mark í karlaflokki í 106 km hlaupinu á tímanum 11:41,58 klst, sem er brautarmet. Í kvennaflokknum féll brautarmetið einnig en Hulda Elma Eysteinsdóttir kom fyrst í mark á 13:55,10 klst.
Í 53 km flokknum sigraði Sindri Pétursson á 4:51,19 klst og í kvennaflokki sigraði hin 22 ára gamla Dalrós Inga Ingadóttir á 6:05,34 klst.
Sigurjón Ernir Sturluson og Andrea Kolbeinsdóttir sigruðu Hengil Ultra 26 km. Sigurjón Ernir fór brautina á 46:32 mín og Andrea á 52:28 mín. Dönsku landsliðskonurnar Emily Greve Somerset og Pia Michelle Elgaard Folsing höfnuðu öðru og þriðja sæti.
Sveinn Jónsson sigraði í karlaflokki í 10 km hlaupinu á 43:30 mín og Sóley Guðmundsdóttir sigraði í kvennaflokki á 49:30 mín.
Í 5 km flokki sigraði Selfyssingurinn Andri Már Óskarsson á 22:23 mín og Jódís Bóasdóttir kom fyrst kvenna í mark á 28:16 mín.

