Bragðdauft jafntefli á Selfossi

Selfoss og Fram áttust við í heldur bragðdaufum leik í Inkasso-deild karla í knattspyrnu á JÁVERK-vellinum í dag/kvöld.

„Það var mikið haust yfir þessu. Þetta var grátt og dautt,” sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við fotbolti.net eftir leik.

Lokatölur urðu 0-0 og var fátt um færi á báða bóga, en leikurinn einkenndist af baráttu á miðsvæðinu. Besta færi Selfyssinga fékk Ingi Rafn Ingibergsson, nýkominn inná sem varamaður, á 68. mínútu. Hann skaut beint á markvörð Fram úr góðri stöðu við markteiginn.

Undir lokin opnaðist leikurinn aðeins og bæði lið hefðu getað stolið sigrinum, en svo fór ekki.

Selfoss hefur 24 stig í 8. sæti deildarinnar en Fram er í 7. sætinu með 26 stig.

Fyrri grein50 ára saga Sigurbjargar
Næsta greinFyrsta skóflustunga nýrrar slökkvistöðvar