Bragðdauft hjá Þórsurum

Þór Þorlákshöfn sótti Hauka heim í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld. Haukar voru sterkari í seinni hálfleik og unnu öruggan sigur, 86-62.

Liðin voru bæði með 22 stig fyrir leik og í harðri baráttu um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.

Leikurinn var jafn í upphafi en Haukar höfðu átta stiga forskot í hálfleik, 42-34. Haukar voru sterkari í síðari hálfleik og bættu jafnt og þétt við forskot sitt.

Eftir nítjándu umferðina er Þór í 5. sæti með 22 stig en Haukar í 4. sæti með 24 stig. Verði það niðurstaðan þegar deildarkeppninni lýkur þá munu þessi lið mætast í 8-liða úrslitunum og Haukar með heimavallaréttinn.

Tölfræði Þórs: Ragnar Nathanaelsson 17 stig/12 fráköst/3 varin skot, Vance Hall 12 stig/6 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 10 stig/5 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 6 stig, Ragnar Örn Bragason 6 stig/6 fráköst, Emil Karel Einarsson 4 stig/5 fráköst, Magnús Breki Þórðason 3 stig, Grétar Ingi Erlendsson 2 stig, Benjamín Þorri Benjamínsson 2 stig.

Fyrri greinTæknideildin ræður úrslitum
Næsta greinMikilvægur sigur Hamars