Bragðlaust jafntefli á Nesinu

Selfoss og Grótta gerðu jafntefli í tíðindalitlum leik í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur á Seltjarnarnesi urðu 0-0.

Hvorugu liðinu tókst að skapa sér afgerandi færi í leiknum. Gróttuliðið lá mikið til baka og varðist skipulega en Selfyssingum gekk illa að virkja sköpunarkraftinn í sóknarleiknum.

Liðin sættust því á skiptan hlut og eru áfram í 10. og 11. sæti deildarinnar. Selfoss er með níu stig í 10. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Gróttu sem er í fallsæti.

Næsti leikur Selfyssinga er á útivelli gegn Þór Akureyri þann 7. júlí og síðan tekur við heimaleikur gegn toppliði Þróttar þann 13. júlí.

Fyrri greinMikil aukning útkalla BÁ frá því í fyrra
Næsta greinTíu Stokkseyringar lutu í gras