Bragðdauft hjá Þórsurum

Þórsarar töpuðu 96-68 þegar þeir heimsóttu Keflavík í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld.

Njarðvíkingar höfðu undirtökin allan leikinn og leiddu 45-30 í hálfleik. Staða Þórsara batnaði ekki í seinni hálfleik því Keflavík vann síðustu tvo leikhlutana einnig sannfærandi og að lokum skildu 28 stig liðin að.

Grétar Ingi Erlendsson var stigahæstur Þórsara með 18 stig, Emil Karel Einarsson skoraði 14, Þorsteinn Már Ragnarsson 9, Vincent Sanford 8, Oddur Ólafsson og Tómas Heiðar Tómasson 6, Nemanja Sovic 4 og Halldór Garðar Hermannsson 3.

Þegar jólafríið í Domino’s-deildinni er gengið í garð eru Þórsarar í 7. sæti með 10 stig.

Fyrri greinEfnilegir júdómenn sýndu flott tilþrif
Næsta grein„Það var kominn tími til“