Bosníumaður í markið hjá Selfyssingum

Handknattleiksdeild Selfoss hefur gert samning við bosníska markmanninn Anadin Suljaković.

Suljaković er 19 ára gamall en er þrátt fyrir það reynslumikill leikmaður og um leið bráðefnilegur, að því er segir í fréttatilkynningu frá stjórn deildarinnar.

Hann hefur spilað með RK Maglaj í Bosníu og Hersegóvínu, Al Sadd SC í Katar ásamt því að hafa spilað með yngri landsliðum Katar frá árinu 2015.

Fyrri greinÖruggur heimasigur Selfyssinga
Næsta greinKFR skellti toppliðinu