Bogfiminámskeið á Hvolsvelli

Bogfimi er skemmtileg íþrótt. sunnlenska.is/Guðmundur Karl
Ætlunin er halda bogfiminámskeið í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli 2.-3. mars ef lágmarksfjöldi næst í samstarfi við Skotíþróttafélagið Skyttur.
Námskeið sem þetta var haldið fyrir rétt rúmu ári síðan og komust færri að en vildu.
Haldin verða fjögur fjögurra klukkustunda námskeið og komast fjórir á hvert námskeið. Lágmarks heildarfjöldi til að námskeiðin verði haldin eru 12 manns.
Aldurstakmark er 14 ára og eldri og kostar námskeiðið 13.000 kr. á mann.
Einnig verður mögulega boðið upp á upprifjunarnámskeið fyrir þá sem fóru á námskeiðið í fyrra.
Nánari upplýsingar og skráning er á vef Skytta og upplýsingar má fá í síma 854-9944.
Fyrri greinFSu skellti ríkjandi meistunum með stæl
Næsta greinSkaftárhreppur í fyrsta áfanga