Böðvar keppir á EM unglinga

Böðvar Arnarsson. Ljósmynd/Aðsend

Böðvar Arnarsson, Júdófélagi Suðurlands, hefur verið valinn til að taka þátt í Evrópumeistaramóti unglinga sem fram fer í Haag í Hollandi á morgun.

Dregið hefur verið í fyrstu glímu og mun Böðvar glíma við Bright Maddaloni frá Ítalíu. Bright er mjög öflugur judomaður og er einnig árinu eldri. Til viðbótar, er Maddaloni mjög hátt metinn á heimslista fyrir -81kg. og verður því mjög áhugavert að sjá hvernig Böðvari mun ganga. Nefna ber að ef Maddeloni sigrar fyrstu tvær glímur sínar fær Böðvar uppreisnarglímu. Þannig gæti dagurinn orðið mjög viðburðaríkur hjá Böðvari á morgun.

Þess má geta að þjálfari Böðvars er George Bountakis sem nýlega var að taka við P.hd. gráðu sinni í íþróttaþjálfun. Má því segja að markviss og góð þjálfun hafi skilað Böðvari föstu sæti í landsliði Íslands í judo.

Fyrri greinLeikfélag Eyrarbakka stendur fyrir námskeiði
Næsta greinÁrborg endaði í 3. sæti – Uppsveitir kvöddu með látum