Boðinn velkominn í hamingjuna

Ljósmynd/Þór

Körfuknattleiksdeild Þórs Þorlákshöfn hefur samið við leikstjórnandann Daníel Ágúst Halldórssson til tveggja ára.

Daníel, sem er 18 ára gamall, sem kemur úr herbúðum Fjölnis vakti töluverða athygli fyrir gæða leik í 1. deildinni í ár þar sem hann var meðal annars valinn besti ungi leikmaðurinn og var í úrvalsliði ársins.

Jóhanna Margrét Hjartardóttir, formaður körfuknattleiksdeildarinnar og Lárus Jónsson, þjálfari meistaraflokks, buðu Daníel velkominn í hamingjuna í Ölfusinu í morgun.

Fyrri greinÁgúst kvaddur á síðasta vinnudeginum
Næsta grein„Héðan hefur komið mikið af flottu tónlistarfólki“