Boðið upp á fjölskyldutíma í Iðu

Sveitarfélagið Árborg ætlar að byrja með opna fjölskyldutíma í íþróttahúsinu Iðu á Selfossi þar sem fjölskyldan getur mætt og leikið sér saman.

Fyrsti tíminn verður sunnudaginn 25. október nk. en allir tímarnir verða frá kl. 12:30 – 14:00. Karl Ágúst Hannibalsson, íþróttakennari verður í salnum til aðstoðar fyrir þá sem þurfa.

Um fjölskyldutíma er að ræða og ekki er ætlast til þess að börnin mæti ein heldur á tíminn að nýtast fjölskyldunni sem ánægjuleg samverustund en allir tímarnir eru íbúum að kostnaðarlausu.

Fram að áramótum er búið að skipuleggja þrjá sunnudaga en það eru 25. október, 8. nóvember og 6. desember.

Fyrri greinBaldur og Aðalsteinn tryggðu sér titilinn
Næsta greinBókaveggur við FSu