Blikarnir sterkari í Iðu

FSu þurfti að sætta sig við tap þegar liðið fékk Breiðablik í heimsókn í Iðu í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur urðu 82-105.

Blikarnir höfðu ágætis tök á leiknum allan tímann og leiddu í leikhléi, 34-49. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta en í þeim fjórða lögðu liðin niður allar varnir og buðu upp á 65 stiga veislu, 32-33.

Antowine Lamb var bestur í liði FSu í kvöld, skoraði 16 stig og tók 14 fráköst og Hlynur Hreinsson og Ari Gylfason áttu sömuleiðis ágætan leik.

FSu er áfram í 8. sæti deildarinnar með 6 stig en Breiðablik er í 2. sæti með 28 stig.

Tölfræði FSu: Ari Gylfason 22, Antowine Lamb 16/14 fráköst, Hlynur Hreinsson 15/5 stoðsendingar, Florijan Jovanov 8, Svavar Ingi Stefánsson 7, Maciek Klimaszewski 6, Sveinn Hafsteinn Gunnarsson 4, Jón Jökull Þráinsson 4, Bjarni Bjarnason 4 fráköst.

Fyrri greinÓtrúlegt flautumark tryggði Selfyssingum sigurinn
Næsta greinHafa ekki fundið grímu­klædda árásarmanninn