Blikarnir betri á heimavelli

Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss. Ljósmynd: fotbolti.net/Hafliði Breiðfjörð

Selfoss missti Breiðablik uppfyrir sig í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en liðin mættust á Kópavogsvelli og þar hafði Breiðablik 1-0 sigur.

Breiðablik var miklu betri aðilinn fyrstu þrjátíu mínúturnar og þá brotnaði ísinn en Hildur Antonsdóttir kom boltanum í netið með góðu skoti úr teignum. Selfoss sótti í sig veðrið og fékk fín færi í kjölfarið, meðal annars setti Auður Helga Halldórsdóttir boltann í þverslána á marki Breiðabliks úr hornspyrnu.

Staðan var 1-0 í hálfleik en leikurinn var jafnari í seinni hálfleik. Blikar fengu betri færi en undir leikslok gerðu Selfyssingar harða hríð að marki þeirra. Blikavörnin hélt og lokatölur urðu 1-0.

Selfoss er nú í 5. sæti deildarinnar með 14 stig en Breiðablik fór upp í 4. sætið með 15 stig.

Fyrri greinVilius heiðraður í heimabænum
Næsta grein„Mikill munur að geta hringt inn í Skálholti“