Blandað lið Selfoss bikarmeistari í hópfimleikum

Blandað lið Selfoss gerði sér lítið fyrir og sigraði Bikarmótið í hópfimleikum sem fram fór í Ásgarði í dag. Þetta er annað árið í röð sem Selfyssingar taka bikarmeistaratitilinn í meistaraflokki.

Lið Selfoss sigraði með þónokkrum yfirburðum með 53.050 stig, lið Gerplu kom þar á eftir með 51.566 stig og þar á eftir lið Stjörnunnar með 47.233 stig.

Liðið mætti fullt af sjálfsöryggi og sýndi æfingar sínar á öllum áhöldum með miklum tilþrifum og glæsileika.

Fyrri greinHanna með 13 mörk í öruggum sigri
Næsta greinÞór vann Hött á útivelli – FSu tapaði fyrir KR