Björninn unninn

Knattspyrnufélag Árborgar endurheimti toppsæti A-riðils 3. deildar karla í knattspyrnu með 0-1 sigri á Birninum á útivelli í kvöld.

Leikurinn var í járnum allan tímann og var fátt um færi hjá báðum liðum. Árborg tók hins vegar öll völd á vellinum á tímabili um miðjan seinni hálfleik og uppskar þá eina mark leiksins. Það skoraði Guðmundur Ármann Böðvarsson eftir stungusendingu frá Jóni Sigurbergssyni.

Skautafélagið Björninn er B-lið Fjölnis með heimavöll á gervigrasinu í Grafarvogi.

Fyrri greinSlökkvistarfi að ljúka
Næsta grein„Leit alls ekki vel út í upphafi“