Björn sigraði í hálfmaraþoni – Úrslit Brúarhlaupsins

Björn Margeirsson sigraði örugglega í hálfmaraþoni í Brúarhlaupinu sem fram fór í dag. Úrslit hlaupsins má finna hér.

Björn hljóp hálfmaraþonið á 1:14:31 klst og var um fimm mínútum á undan Jósep Magnússyni. Helen Ólafsdóttir var fyrst kvenna í mark á 1:27:13 klst.

Tómas Zoëga Geirsson sigraði í 10 km hlaupinu á 35:03 mínútum og Margrét Elíasdóttir var fyrst kvenna í mark á 41:15 mínútum.

Bróðir Tómasar, Reynir Zoëga Geirsson, sigraði í 5 km hlaupi á 19:25 mínútum og Berglind H. Guðmundsdóttir var fyrst kvenna í mark á 24:16 mínútum.

Í skemmtiskokkinu, 2,5 km, var Jökull Hermannsson fyrstur í mark á 9:45 mínútum, þremur sekúndum á undan Andreu Vigdísi Viktorsdóttur.

Þá var keppt í 5 km hjólreiðum þar sem Victor Gunnarsson sigraði á 8:19 mínútum en Hulda Dís Þrastardóttir var fyrst kvenna í mark á 12:35 mínútum.

Heildarúrslit í 2,5 km
Flokkaúrslit í 2,5 km

Heildarúrslit í 5 km
Flokkaúrslit í 5 km

Heildarúrslit í 10 km
Flokkaúrslit í 10 km

Heildarúrslit í 21,1 km
Flokkaúrslit í 21,1 km

5 km hjólreiðar heildarúrslit
5 km hjólreiðar flokkaúrslit