Björn Kristinn þjálfar Selfoss

Björn Kristinn Björnsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Selfoss í knattspyrnu en sem kunnugt er hætti Helena Ólafsdóttir með liðið á dögunum.

Björn Kristinn hefur þjálfað kvennalið Fylkis undanfarin fjögur ár og hætti með liðið í haust þegar samningur hans við félagið rann út.

Áður en Björn Kristinn tók við Fylki hafði hann verið aðstoðarþjálfari hjá Breiðablik í tvö ár. Þar áður hafði hann starfað á Akureyri þar sem hann þjálfaði flesta flokka KA og var yfirþjálfari yngri flokka.

Björn skrifar undir samning við Selfyssinga í hádeginu á morgun.