Björn Jóel maður mótsins

Björn Jóel í bardaga á bikarmótinu. Ljósmynd/Sveinn Speight

Tveir keppendur frá Umf. Selfoss kepptu á þriðja bikarmóti Taekwondosambands Íslands í bardaga sem haldið var í Keflavík á dögunum.

Björn Jóel Björgvinsson gerði sér lítið fyrir og vann +80 kg senior flokk karla og var hann valinn maður mótsins annað mótið í röð.

Úlfur Darri Sigurðsson stóð sig einnig vel og fékk silfurverðlaun í -49 kg cadet (12-14 ára) flokki karla.

Selfoss endaði í öðru sæti í bikarmótaröðinni á eftir Keflavík.

Bestu keppendur mótsins í karla og kvennaflokki; Björn Jóel og Anna Jasmin Njálsdóttir úr Aftureldingu. Ljósmynd/Sveinn Speight
Fyrri greinKÁ hafði betur í vatnsslagnum
Næsta greinSelfyssingar unnu héraðsmótið í sundi