Björn Jóel kominn með svarta beltið

Selfyssingurinn Björn Jóel Björgvinsson þreytti svartbeltis próf, 1. dan, í taekwondo í Mudo Gym í Víkurhvarfi í síðustu viku.

Hann var eini próftakinn að þessu sinni og stóðst hann prófið með miklum sóma. Greint er frá þessu á heimasíðu UMFS.

Á meðfylgjandi mynd er Björn Jóel í hvítum galla ásamt meisturum deildarinnar Sigursteini Snorrasyni (6. dan), Magneu Kristínu Ómarsdóttur (4. dan) og yfirþjálfara taekwondodeildar Selfoss Daníel Jens Péturssyni (3. dan).

Fyrri greinÖkumaðurinn heppinn að komast út úr bílnum
Næsta greinSkoruðu fjögur mörk á átta mínútum