Björk með HSK met í Laugavegshlaupinu

Björk kemur í mark í Laugavegshlaupinu í sumar. Ljósmynd/HSK

Björk Steindórsdóttir á Selfossi, sem keppir með Frískum Flóamönnum, setti HSK-met í sínum aldursflokki í Laugavegshlaupinu á dögunum.

Björk hljóp á 7:09,42 klst og stórbætti HSK metið í flokki 50-54 ára. Gamla metið átti Elín Úlfarsdóttir og var það 8:48,02 klst.

Þetta er í tólfta sinn sem Björk hleypur Laugavegshlaupið sem er frábært afrek en um tuttugu Sunnlendingar tóku þátt í hlaupinu í ár.

Fyrri greinLeitað að tilnefningum til umhverfisverðlauna Árborgar
Næsta greinHitamet á Hjarðarlandi – þrumuveður í kvöld