Björgvin sjöundi eftir fyrsta dag

Stokkseyringurinn Björgvin Karl Guðmundsson er í 7. sæti eftir þrjár greinar, að loknum fyrsta keppnisdegi á Heimsleikunum í crossfit.

Keppni hófst í dag í Aromas í Kaliforníu. Björgvin stóð sig vel strax í fyrstu grein sem var 7 km brekku- og víðavangshlaup en hann kom þar sjöundi í mark.

Í annarri grein dagsins, réttstöðulyftuþraut, varð Björgvin Karl í 28. sæti en hann náði að hífa sig upp töfluna í lokaþraut dagsins sem samanstóð af ýmsum æfingum með þungan bolta. Keppendur köstuðu boltanum í vegg, gerðu uppsetur með boltann og hlupu að lokum með hann upp brekku. Björgvin kláraði greinina fimmti og lyfti sér upp í 7. sætið.

Björgvin varð nokkuð óvænt í þriðja sæti á Heimsleikunum í fyrra og stefnir á að bæta árangur sinn í ár.

Hægt er að fylgjast með keppninni bæði á YouTube og á heimasíðu leikanna.

Fyrri greinStokkseyri vann grannaslaginn
Næsta greinYtri-Rangá komin vel yfir 2.000 laxa