Björgvin kominn upp í 5. sætið

Stokkseyringurinn Björgvin Karl Guðmundsson er kominn upp í 5. sætið í karlakeppninni á Heimsleikunum í crossfit í Kaliforníu.

Í gær var keppt í 500 metra sjósundi og þar varð Björgvin í sautjánda sæti. Hann lyfti sér upp út 7. sæti í það 5. eftir þessa grein.

Í dag verður keppt í þremur greinum í einstaklingskeppninni en fyrsta grein dagsins kl. 15 í dag er „Murph“. Björgvin Karl sigraði í þeirri grein á Heimsleikunum í fyrra og má segja að þar hafi hann skotist upp á stjörnuhimininn í Crossfit heiminum.

Hægt er að fylgjast með keppninni bæði á YouTube og á heimasíðu leikanna.
Fyrri greinOpinn dagur á Úlfljótsvatni á laugardag
Næsta greinSelfoss sótti stig á Reyðarfjörð