Björgvin Karl endaði í 26. sæti

Heimsleikunum í CrossFit 2014 er lokið og lauk Björgvin Karl Guðmundsson keppni í 26. sæti. Björgvin vakti athygli á mótinu fyrir stöðuga og jafna frammistöðu.

Keppnin stóð yfir í fjóra daga og innihélt þrettán mismunandi æfingar (wod). Björgvin kláraði fyrir miðjum hópi í þeim öllum og átti eitt frábært wod þar sem hann kláraði sjötti.

„Stærstu helgi lífs míns lokið. Andlega var þetta mikið erfiðara en Evrópumótið, en líkamlega auðveldara. Ég lærði mikið inn á sjálfan mig sem íþróttamann og hlakka núna bara til að fara aftur í Hengilinn og setja í gang fyrir næsta tímabil og koma sterkari inn á næsta ári,“ sagði Björgvin Karl í stuttu spjalli við sunnlenska.is.

Fyrri greinHlaupaleiðirnar færðar inn í Selfossbæ
Næsta greinGöngukona hlaut höfuðáverka