Björgvin Freyr ráðinn þjálfari Ægis

Knattspyrnufélagið Ægir hefur komist að samkomulagi við Björgvin Frey Vilhjálmsson um að taka við þjálfun meistarflokks karla næstu tvö tímabil.

Björgvin er fæddur 1979 og hefur leikið á sínum fótboltaferli með KR, ÍR, Fylki og Víkingi ásamt því að spila eitt tímabil í dönsku 1. deildinni. Hann tók við liði Þróttar Vogum um mitt síðasta sumar og náði góðum árangri þar.

Stjórn Ægis býður Björgvin Frey hjartanlega velkomin til starfa. Markmið félagsins eru skýr og stefnan sett upp á ný í 2. deild á samningstímanum. Sjá nánar um þetta á heimasíðu félagsins.