Björgvin áttundi eftir fyrsta dag

Björgvin Karl Guðmundsson er í áttunda sæti í einstaklingskeppni karla á heimsleikunum í Crossfit eftir fyrsta keppnisdag.

Keppt var í fjórum greinum á mótinu í Madison í Wisconsin í gær og Björgvin fór vel af stað, var í 6. sæti eftir fyrstu grein og lyfti sér upp í fjórða sætið eftir grein númer tvö.

Hann seig svo aðeins niður listann í seinni tveimur greinum dagsins en keppninni lauk á 42 km maraþonróðri þar sem Björgvin kláraði fjórtándi og var því í áttunda sæti í heildina að loknum fjórum greinum.

Keppni heldur áfram á morgun föstudag en mótinu lýkur á sunnudag.

Fyrri grein„Getum ekki breytt neinu“
Næsta greinHlaup hafið í Skaftá