Björgvin aðstoðar Basta

Björgvin Þór Björgvinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Selfoss í handbolta.

Björgvin verður því hægri hönd Sebastians Alexanderssonar þjálfara. Björgvin Þór var aðstoðarþjálfari Fram 2005-2006 þegar liðið varð Íslandsmeistari undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar. Björgvin lék 48 landsleiki sem leikmaður með KA og Fram á árunum 1995-2001.

Björgvin er fæddur 1972. Hann hóf feril sinn hjá Breiðabliki, en lék með KA 1995-1998. Á þeim árum varð KA deildarmeistari 1996 og 1998, bikarmeistarar 1996 og Íslandsmeistari 1997. Árin 1998-2003 og 2005-2006 lék ég með Fram og varð bikarmeistari 2000 og Íslandsmeistari 2006.

Þetta kemur fram á heimasíðu Selfoss.

Fyrri greinAkið hægar við skólana!
Næsta greinGufuský í 2 km hæð