Björgunarafrek í uppsiglingu

Eins og Markús Andri Daníelsson Martin bendir á þá skoraði Ingimar Þorvaldsson tvisvar í kvöld. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Eftir afleitt gengi í allt sumar í 4. deild karla í knattspyrnu hafa Hamarsmenn nú unnið þrjá leiki í röð og eru komnir í hörkubaráttu um að halda sæti sínu í deildinni.

Hamar vann Álftanes 1-3 í kvöld og er þrátt fyrir tapið enn í neðsta sæti deildarinnar. Hamar er nú með 12 stig, einu stigi minna en Kría og KFS, þegar tvær umferðir eru eftir en KFS á leik til góða.

Álftanes komst yfir á 15. mínútu en Ingimar Þorvaldsson jafnaði metin fjórum mínútum síðar. Staðan var 1-1 í hálfleik en Ingimar var aftur á ferðinni á þriðju mínútu síðari hálfleiks og kom Hamri í 1-2. Rodrigo Depetris skoraði þriðja mark Hamars um miðjan seinni hálfleikinn og tryggði þeim 1-3 sigur.

Það væri alvöru björgunarafrek ef Hamar næði að halda sæti sínu í deildinni. Þeir hafa verið í neðsta sæti deildarinnar í allt sumar og voru með 1 stig eftir fyrri umferðina.

Fyrri greinSelfoss upp í 1. deildina
Næsta greinGuðný fyrsta sunnlenska konan til að ljúka 100 km götuhlaupi