Björg­vin Karl í fanta­formi

Cross­fit-kapp­inn Björg­vin Karl Guðmunds­son frá Stokkseyri er klár í slag­inn fyr­ir heims­leik­ana í cross­fit sem hefjast í næstu viku.

Þetta er í þriðja sinn sem Björg­vin tek­ur þátt í leik­un­um en í fyrra hafnaði hann í þriðja sæti og mark­miðið er að bæta þann ár­ang­ur í ár.

„Þetta fer bara að smella, núna fer maður bara að bíða eft­ir að þetta byrji,“ seg­ir Björg­vin Karl í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir und­ir­bún­ing­inn hafa gengið eins og í sögu og er orðinn mjög spennt­ur fyr­ir keppn­inni.

Frétt mbl.is