Bjarni útnefndur íþróttamaður ársins

Bjarni Bjarnason úr hestamannafélaginu Trausta var útnefndur íþróttamaður ársins í Bláskógabyggð árið 2014 í hófi sem æskulýðsnefnd Bláskógabyggðar hélt í gær í Aratungu.

Árið 2014 var Bjarna gjöfult á keppnisvellinum. Hann var tilnefndur skeiðknapi ársins, Íslands- og heimsmethafi í 250 m skeiði og að auki tvöfaldur Íslandsmeistari (í 100 m flugskeiði og 250 m skeiði) allt á afrekshryssunni Heru frá Þóroddsstöðum.

Sólon Morthens var tilnefndur af Hestamannafélaginu Loga sem íþróttamanns ársins fyrir góðan árangur á árinu. Aðrir tilnefndir voru Sveinbjörn Jóhannesson frá Heiðarbæ í Þingvallasveit fyrir góðann árangur í körfubolta og frjálsum íþróttum og Smári Þorsteinsson fyrir glímutök og eflingu hennar. Tilnefningar til íþróttamanns ársins höfðu borist frá íþróttafélögum sveitarinnar.

Viðurkenningar voru einnig veittar fyrir Íslandsmeistaratitla, landsliðssæti og annan góðan árangur sem íþróttafólk Bláskógabyggðar hefur náð á árinu.

Fjölmenni var í Araungu og voru kaffiveitingar bornar fram að lokinni verðlaunaafhendingu.

Fyrri greinHarður árekstur á Skeiðavegi
Næsta greinRafmagnið tekið af á Hvolsvelli