Bjarni tryggði sér titilinn

Eyrbekkingurinn Bjarni Skúlason, Ármanni, tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í opnum flokki í júdó en Íslandsmótið fór fram í Laugardalshöllinni.

Bjarni, sem er nýbyrjaður að keppa aftur eftir meiðsli, varð einnig meistari í sínum þyngdarflokki, undir 100 kg.

Selfyssingarnir Þór Davíðsson og Egill Blöndal náðu einnig góðum árangri í opna flokknum. Þór varð í 3. sæti og Egill í 5.-6. sæti. Þeir urðu báðir í 3. sæti í sínum þyngdarflokkum, Þór í -90 kg. og Egill í -81 kg. flokki.