Bjarni ráðinn þjálfari Selfoss

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Selfoss. Ljósmynd/UMFS

Knattspyrnudeild Selfoss hefur ráðið Bjarna Jóhannsson til þess að stýra meistaraflokki karla til næstu tveggja ára.

Bjarni er vel kunnugur knattspyrnuáhugamönnum en hann hefur þjálfað fjölda liða síðustu áratugina og unnið fjölda Íslands- og bikarmeistaratitla. Síðast þjálfaði hann Njarðvík tímabilið 2022.

Í tilkynningu frá Selfyssingum segir að miklar vonir séu bundnar við ráðningu Bjarna og reynsla hans og þekking muni koma til með að nýtast vel í uppbyggingu ungra og efnilegra leikmanna sem og innviðum félagsins.

„Þetta er spennandi verkefni í einum flottasta íþróttabæ landsins. Verkefnið leggst mjög vel í mig Ég hef alltaf verið spenntur fyrir því að þjálfa hér á Selfossi,“ segir Bjarni. „Tækifærin liggja í metnaðarfullu umhverfi en hér er frábær aðstaða, ungir og efnilegir leikmenn og kraftur í fólkinu. Þetta er í raun bara umhverfi sem er draumur að stökkva inni í.“

Fyrri greinSelfyssingar komnir á blað
Næsta greinFerðamenn festust í Hólmsá