Bjarni og Vera sigruðu

Bjarni Bjarnason, Hmf. Trausta, og Vera frá Þóroddsstöðum tryggðu sér nú rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í 150 m skeiði á Íslandsmótinu á Selfossi.

Bjarni og Vera fóru sprettinn á 14,51 sek en í 2. sæti voru Jakob Sigurðsson og Funi frá Hofi á 14,57 sek. Sigurbjörn Bárðarson og Óðinn frá Búðardal urðu þriðju á 14,65 sek.

Úrslit í 250 m skeiði fóru einnig fram í morgun og þar sigruðu Elvar Einarsson og Kóngur frá Lækjamóti á 21,89 sek.

Íslandsmótinu í hestaíþróttum lýkur á Brávöllum á Selfossi í dag. Eftir hádegi verða úrslit í tölti og slaktaumatölti, fjórgangi og fimmgangi.